2 auðveldar leiðir til að fá tekjur af vefsíðu

Maður að fá pening frá tölvunni sinni

Hér ætla ég að tala um hvaða þjónustur eru í boði til að fá tekjur af síðunni þinni.

Þetta er í raun einfaldara en flestir halda þar sem að maður þarf ekki að vera að framleiða neinar vörur sjálfur. Hægt er að fá tekjur af auglýsingum eða með því að beina fólki á vörur frá öðrum, eins og t.d. Amazon.

Einnig er hægt að setja inn kóða á ákveðna staði á vefsíðunni þar sem auglýsingarnar koma inn sjálfkrafa.

Ef vefsíðan þín fjallar um eitthvað ákveðið (t.d. heilsu, lyftingar eða hundamat) þá er alveg öruggt að þú getur fundið góðar vörur til að selja sem tengjast efninu.

Gott er að líta á hvert pláss á vefsíðunni sem fasteign sem þú ert að leigja út. Hægt er að leigja út pláss í sidebarinum, fyrir neðan textann o.fl. Söluaðilarnir borga þér leigu fyrir að hafa sitt pláss á vefsíðunni.

Hér ætla ég að nefna helstu þjónustur sem ég hef persónulega notað á mínum síðum, en athugið að það er til hellingur af mismunandi þjónustuaðilum og það er hægt að selja allan fjandann á netinu.

Google Adsense

Google Adsense er stærsta auglýsingaprogram á netinu og ein helsta tekjulind risans Google.

Þú byrjar á að búa til account hjá Google Adsense. Það getur tekið nokkra daga fá aðganginn samþykktan og þú þarft að vera með tilbúna vefsíðu til þess.

Þá geturðu loggað þig inn og valið hvaða stærð af auglýsingum þú vilt hafa, t.d. er hægt að hafa langan láréttan kassa, eða stóran og ferhyrndan, eða margar aðrar gerðir.

Hér er skjáskot af týpískri Google auglýsingu:

Google auglýsing

Google auglýsingarnar virka þannig að þú færð kóða frá Google Adsense, sem þú setur með copy-paste á ákveðna staði á vefsíðunni.

Eftir það kemur Google inn á síðuna þína, les allan textann á henni og ákveður um hvað síðan fjallar. Svo setur Google sjálfkrafa inn auglýsingar sem tengjast efninu. Þetta er mjög einfalt í notkun og það þarf voða lítið að hafa fyrir þessu.

Svo virka auglýsingarnar þannig að í hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu þá færðu ákveðna upphæð. Upphæðin er mismunandi eftir auglýsingum, getur verið frá 2 krónum og upp í 300 krónur.

En ef þú færð mörg þúsund heimsóknir á dag og það er ýtt nokkur hundruð sinnum á auglýsingu þá safnast það saman í alveg töluverðar tekjur á hverjum degi.

Sem dæmi, ef þú færð 200 clicks á auglýsingar á dag og hvert click borgar 50 krónur, þá erum við að tala um 10 þúsund krónur í tekjur á dag.

Útborgun frá Google Adsense gerist um hver mánaðarmót, en þú þarft að ná lágmarkstekjum upp á 70 evrur (u.þ.b. 10 þúsund krónur) til að fá útborgað. Ef þú nærð ekki lágmarkinu flytjast tekjurnar yfir á næsta mánuð þar til þú hefur náð lágmarkinu.

Það eru stillingar inni í AdSense stjórnborðinu þar sem þú setur inn bankaupplýsingarnar þínar. Svo færðu millifært beint á reikninginn þinn hver mánaðarmót.

Amazon Associates

Flestir kannast við vefverslunina Amazon. Þeir eru með program sem heitir Amazon Associates, en hægt er að nota það til að auglýsa vörurnar á síðunni þeirra.

Þá geturðu einfaldlega valið vöru sem þú vilt selja og færð link frá þeim sem þú notar til að beina fólki á þessa vöru.

Til dæmis, ef þú átt síðu sem fjallar um hunda þá gætirðu haft linka á einhver hundaleikföng eða hundamat. Þeir sem ýta á linkana fara þá inn á síðu vörunnar á Amazon.

Ef fólk ýtir á linkinn þinn og kaupir eitthvað af Amazon innan sólarhrings færðu prósentu af sölunni. Fyrir hverja sölu er hægt að fá prósentu upp á 4,0 til 6,5%.

Sjálfur hef ég lítið notað Amazon, en sumir eru að fá feiknartekjur á því að selja vörurnar þeirra.

Ég hef prófað kerfið þeirra og það er mjög einfalt og áreiðanlegt.

Amazon greiða með ávísun sem er send í pósti, en þú þarft að ná að lágmarki hundrað dollurum til að fá greitt.