Hvernig á að setja upp Google Analytics

Google Analytics er ein mesta snilld sem til er.

Þetta er frí þjónusta frá Google sem þú setur inn á síðuna þína og mælir:

 • Fjölda heimsókna á síðuna
 • Hvað er skoðað
 • Hvað er stoppað lengi
 • Frá hvaða löndum fólkið kemur
 • Hvort fólkið er að nota tölvu eða farsíma
 • Hversu hæg eða hröð síðan er
 • Margt fleira

Hvernig á að stofna aðgang hjá Google Analytics

Þetta tekur bara nokkrar mínútur að gera:

 1. Farðu á analytics.google.com
 2. Loggaðu þig inn með Google accountinum þínum sem þú notar fyrir gmail, YouTube o.fl.
 3. Ýttu á „Sign Up“
 4. Settu eitthvað nafn inn í „Account Name“
 5. Settu nafnið á síðunni í „Website Name“
 6. Settu lénið á síðunni í „Website URL“
 7. Veldu „Industry category“ fyrir síðuna þína.
 8. Ýttu á „Get Tracking ID“

Á næstu síðu ættirðu að sjá kóða. Þetta er kóðinn sem þú setur á síðuna þína til þess að Google Analytics virki.

Með WordPress er auðvelt að gera þetta með plugin sem heitir Insert Headers and Footers.

Þú ferð í WordPress stjórnborðið -> Plugins -> Add New -> leitar að „Insert Headers and Footers“ –> ýtir á Install -> ýtir á Activate.

Svo ýtirðu á Settings til vinstri -> Insert Headers and Footers -> Tekur svo kóðann frá Google Analytics og setur hann inn í „Scripts in Header“ og ýtir á Save.

Þá lítur það einhvern veginn svona út:

Eftir þetta geturðu loggað þig inn í Google Analytics og séð heimsóknir o.fl. En athugaðu að ólíklegt er að þú fáir einhverjar heimsóknir strax nema ef þú segir fólki frá síðunni. Það tekur líka nokkra klukkutíma fyrir Google Analytics að uppfærast og sýna nýjar heimsóknir.

Einnig mæli ég með að stilla Google Analytics þannig að það telji ekki þínar eigin heimsóknir með. Hér eru leiðbeiningar til að gera það.