Að installa plugins fyrir WordPress

Orðið plugin stafað á borði

Hér ætla ég að segja þér hvernig þú getur installað „plugins“ fyrir WordPress.

Plugins eru nokkurs konar aukahlutir fyrir síðuna þína, svolítið eins og app fyrir farsíma.

Hægt er að finna plugins til að gera allan andskotann. Sum gera síðuna hraðvirkari, önnur gera hana öruggari, sum setja Facebook like takka inn á greinarnar, vernda gegn spammi, o.fl.

Það er mjög einfalt að installa þeim og þau eru langflest ókeypis.

Hvernig á að installa plugin

  1. Loggaðu þig inn í WordPress stjórnborðið (sidanthin.com/wp-admin).
  2. Veldu Plugins vinstra megin og smelltu á Add New.
  3. Notaðu leitarboxið til að finna það plugin sem þú ert að leita að.
  4. Ýttu á Install.
  5. Ýttu á Activate.

Þegar þetta er búið ættirðu að sjá plugin nafnið einhvers staðar í valmyndinni vinstra megin. Þú smellir á þann takka til að laga stillingarnar.

Það eru tvö plugins sem ég mæli með í upphafi:

  • Yoast SEO – Þetta er nauðsynlegt til að breyta „titles“ og „descriptions“ á vefsíðunni og gera hana aðgengilegri fyrir leitarvélar.
  • Contact Form 7 – Þægilegt plugin til að búa til contact síðu þannig að lesendur geti haft samband við þig.

Svo eru fleiri plugins sem ég nota, en til þess að hafa þetta einfalt er gott að byrja á þessum tveimur.