Að installa Theme á WordPress síðuna

Seinast talaði ég um hvernig á að installa WordPress á vefsíðuna þína.

Í þessari grein tala ég um hvernig á að setja inn WordPress „theme“, sem er pakki sem breytir öllu útliti og uppbyggingu síðunar þinnar á mjög stuttum tíma.

6 Einföld skref til að installa WordPress Theme

  1. Ferð á yourwebsite.com/wp-admin til að logga þig inn í stjórnborðið.
  2. Velur „Appearance -> Themes“ vinstra megin.
  3. Smellir á „Add New.“
  4. Notar „featured“ eða leitarboxið til að finna theme sem hentar þér.
  5. Þegar þú finnur theme sem þú vilt ýtirðu á „Install“ og svo „Activate“.
  6. Nú ferðu aftur á forsíðu síðunar þinnar og ýtir á „Refresh“ — núna ætti hún að líta allt öðruvísi út.

Það er góð hugmynd að eyða svolitlum tíma í að finna almennilegt theme sem hentar umfjöllunarefni síðunnar. En þú getur alltaf skipt um skoðun seinna og installað öðru theme í staðinn.

Læsileiki er lykilatriði

Lykilatriði er að síðan sé með hvítan bakgrunn og dökkgráan/svartan texta, með þægilegan font og nógu stóran til að hann reyni ekki á augun.

Ef manneskju finnst óþægilegt að lesa textann á síðunni þinni þá mun hún ekki staldra við lengi.

Einnig er mjög mikilvægt að einfalt sé að vafra um síðuna og auðvelt að finna það efni sem skiptir máli. Best er að mikilvægasta efnið blasi við um leið og lesandinn lendir á síðunni.

Varðandi auglýsingar, þá er lykilatriði að hafa þær þar sem þær eru sjáanlegar en þó ekki þannig að þær flækist mikið fyrir fólki.

Persónulega finnst mér best að hafa síðu með tveimur dálkum, „sidebar“ hægra megin og “navigation bar” að ofan.

Svo er lykilatriði að síðan sé „mobile friendly“ — það er að hún aðlagist sjálfkrafa að litlum skjáum á snjallsímum. Meirihluti lesenda í dag notar snjallsíma en ekki tölvur til að lesa greinar.

Athugaðu að þú þarft ekkert að eyða mjög löngum tíma í að finna hið „fullkomna“ theme. Mikilvægara er að finna eitthvað einfalt, læra að nota það og skrifa nokkrar greinar, svo muntu rekast á eitthvað betra theme seinna.

Ég mæli sterklega með theme sem heitir GeneratePress

Sjálfur mæli ég með að nota theme sem heitir GeneratePress. Þú finnur það frítt í WordPress í leitarboxinu undir „Appearance – Themes“. Svo geturðu keypt premium útgáfu sem bætir við alls konar möguleikum.

Með GeneratePress geturðu breytt síðunni á alla mögulega vegu og látið hana líta út eins og hún hafi verið búin til af fagmönnum.

Þetta theme er líka fáránlega hraðvirkt og stabílt, sem getur bætt upplifun lesenda þinna og hjálpað þér að fá traffík frá leitarvélum.

Þú þarft ekki að kunna forritun til að nota GeneratePress, það er hægt að stjórna öllu í gegnum stillingarnar þeirra inni í WordPress.

NoBoss.is er að nota premium útgáfuna af GeneratePress.