Besta vefhýsing sem hægt er að fá

Að velja rétta vefhýsingu er ein mikilvægasta ákvörðunin sem þú tekur fyrir síðuna þína.

Lykilatriði er að hún sé örugg, hraðvirk og bjóði upp á góða þjónustu ef þú lendir í vandræðum eða þarft að láta breyta einhverju.

Ég hef hýst margar vefsíður hjá mörgum mismunandi aðilum, en í þessari grein segi ég þér frá þeim sem ég tel vera þá albestu í bransanum.

Þessar þrjár vefhýsingar eru bestar að mínu mati, en það fer eftir aðstæðum hver hentar þér best:

  1. Siteground. Góð vefhýsing fyrir byrjendur. Mjög ódýr og hentar vel ef þú ert með litla traffík.
  2. Kinsta. Besta vefhýsing fyrir WordPress síður með mikla traffík. Þeir hýsa síðuna á sömu serverum og Google notar. Frekar dýr og kostar 30 dollara á mánuði.
  3. 1984.is. Góð hýsing fyrir síður sem eru á íslensku og með .is lén.

Hér að neðan fjalla ég meira um þessar þrjár mismunandi vefhýsingar.

1. Siteground

Ef þú ert að taka þín fyrstu skref í vefsíðugerð eða markaðssetnignu á netinu þá hentar Siteground þér líklega best.

Vefhýsingin hjá þeim er mjög ódýr, en þú getur byrjað á að skrá lén og kaupa vefhýsingu í heilt ár fyrir aðeins 61 evru.

Á meðan að síðan þín er með litla traffík, t.d. færri en 100 manns á dag, er engin ástæða til að eyða miklum pening í dýra vefhýsingu.

Siteground eru mjög einfaldir í notkun og þeir bjóða upp á frábæra þjónustu 24/7/365 þar sem þú kemst í beint samband við þjónustuaðila.

Einnig eru hjálpargögnin þeirra mjög góð svo þú getur fundið svör við spurningum þínum strax.

Farðu á þessa síðu hjá Siteground til að byrja. Þú ýtir á „Get Started“ og svo fylgirðu nokkrum einföldum skrefum þangað til síðan þín er orðin tilbúin.

2. Kinsta

Kinsta er líklega besta vefhýsing sem til er.

Ef þú ert með mikla traffík og ert að fá reglulegar tekjur af síðunni þinni þá er rökrétt næsta skref að fá þér mjög öfluga vefhýsingu.

Það er yfirleitt mjög auðvelt að flytja síðu sem er hýst annars staðar yfir til þeirra. Kinsta gera það fyrir þig frítt ef þú borgar eitt ár fram í tímann eða kaupir Pro pakkann, en annars gera þeir það fyrir þig fyrir lágt gjald.

Kinsta hýsir vefsíðuna á Google Cloud Platform, sem eru sömu serverar og Google og YouTube nota.

Þeir eru alveg ótrúlega hraðvirkir og síðurnar þeirra eru eins öruggar og mögulegt er. Einnig er þjónustan þeirra sú besta í bransanum. Þegar þú ert inni í stjórnborðinu þeirra er spjallgluggi opinn sem þú ýtir á til að senda skilaboð strax.

Þeir svara yfirleitt á nokkrum mínútum og gera strax það sem þú ert að biðja um.

Einnig er viðmótið þeirra ótrúlega einfalt í notkun og hjálpargögnin alveg frábær. Þeir leggja mjög mikla áherslu á hraða og góða leitarvélabestun sem hjálpar þér að fá traffík frá leitarvélum.

Sjálfur nota ég Kinsta fyrir allar mínar erlendu síður.

3. 1984.is

Ef síðan þín er á íslensku, fyrir Íslendinga, þá er best fyrir þig að hýsa vefsíðuna á Íslandi.

Sjálfur hef ég hýst allar mínar íslensku vefsíður hjá 1984.is. Ég veit ekki hvort þeir séu betri en aðrir íslenskir hýsingaraðilar, en ég hef persónulega góða reynslu af þeim svo að ég get mælt með þeim.

NoBoss.is er hýst hjá þeim. Eins og þú sérð er síðan mjög hraðvirk og virkar vel.

Hverja á að velja

  • Ertu með litla traffík eða litlar tekjur af síðunni? Veldu þá Siteground.
  • Ertu með mikla traffík eða einhverjar tekjur af síðunni? Veldu þá Kinsta.
  • Ertu með íslenska síðu fyrir Íslendinga? Veldu þá 1984.is.