Að finna vinsæl leitarorð í Google

Hér tala ég um hvernig á að finna vinsæl leitarorð, þ.e.a.s. orð og orðasambönd sem er mikið leitað að á leitarvélum eins og Google.

Lykilatriði til að fá traffík frá Google er að skrifa um orðasambönd sem margir eru að leita að. En einnig skiptir miklu máli að ekki sé of mikil samkeppni um þessi orðasambönd.

Ef samkeppnin er mikil, þá er erfiðara að koma síðunni á forsíðuna, þ.e. á topp 10 listann hjá Google.

Til að finna leitarorð mæli ég með að nota síðu og verkfæri sem heitir SEMRush. Það kostar 100 dollara á mánuði að fá fulla áskrif að þessu, en einnig er hægt að fá frítt trial í viku til að prófa.

Þú notar þennan link hér til að fá 7 daga prufuaðgang að SEMRush. Þú setur inn netfang og lykilorð og ýtir á „Get 7-day trial“.

Svo seturðu inn leitarorð í leitarboxið efst, t.d. „green tea“ og sérð þá alls konar upplýsingar um þetta leitarorð.

Að nota SEMRush

Upplýsingar sem þú færð:

  • Volume: hversu mikið leitað er að orðinu á Google.
  • CPC: hvað kostar mikið að auglýsa fyrir leitarorðið.
  • Trend: hvernig leit að þessu orðasambandi hefur þróast seinustu mánuði.
  • Related Keywords: Skyld leitarorð undir „Phrase Match Keywords“ og „Related Keywords“.
  • Organic Search Results: þarna sérðu hvaða síður eru að ranka fyrir keywordið í dag.

Athugið að CPC og Competition skipta einungis máli fyrir þá sem ætla að hafa Google Adsense auglýsingar á síðunni sinni, en Adsense virkar þannig að það les síðuna þína og velur auglýsingar eftir því hvaða orð koma fram á síðunni.

Ef orð sem kemur oft fram á síðunni er með hátt CPC (Cost Per Click), þá er líklegt að auglýsingar á þeirri síðu borgi vel.

Að meta samkeppni

Ég ætla að kenna þér mjög einfalda leið til að meta samkeppni um þessi leitarorð.

Ef samkeppnin er mikil gefur það til kynna að það sé erfitt að ranka hátt fyrir leitarorðið vegna þess að síðurnar sem ranka efst eru mjög traustar síður með mikið af linkum.

Ef þú ýtir á „Keyword Difficulty“ undir Keyword Analysis í SEMRush og slærð leitarorðið inn þar, þá sérðu birtast töflu með upplýsingum um leitarorðið.

Það sem stendur undir „Difficulty %“ gefur til kynna hvort að samkeppnin sé mikil, á bilinu 0-100. Ef það er nálægt 100 er mjög erfitt að ranka fyrir leitarorðið, en ef það er lágt er það auðveldara.

Það er yfirleitt betra að miða við svokölluð „long-tail“ orðasambönd, þ.e. 4-5 eða fleiri orð í einu. Dæmi: „best protein powder to lose weight“ hefur mun minni samkeppni en „lose weight“.

Fleira sem hægt er að gera í SEMRush

SEMRush er alveg ótrúlega gagnlegt verkfæri. Þú getur líka notað það í alls konar aðra gagnlega hluti sem eru lykilatriði fyrir leitarvélabestun (SEO):

  • Sjá hvaða leitarorð aðrar síður eru að ranka fyrir. Þannig getur þú njósnað um keppinautana.
  • Séð hverjir eru að linka á þig eða keppinautana. Góðir linkar eru lykilatriði til að ranka hatt í Google.
  • Skannað síðuna og athugað hvort það séu einhver SEO vandamál.

Og margt, margt fleira. Ég mæli með að þú gefir þér góðan tíma í að skoða SEMRush og prófa hina mismunandi möguleika sem þeir bjóða upp á.

Að lokum

Að finna góð leitarorð til að skrifa greinar um er í rauninni eitt mikilvægasta skrefið til að fá mikið af frírri traffík í gegnum leitarvélar.

En þetta er bara byrjunin og það eru fleiri skref sem eru nauðsynleg til að fá þessa leitarvélatraffík.

Í næstu grein fjalla ég um hvernig á að skrifa greinar sem leitarvélar elska og eru líklegar til að ranka hátt fyrir þessi leitarorð.