Hvað er WordPress og til hvers að nota það?

Maður að nota WordPress á fartölvu

Lang auðveldasti og þægilegasti hugbúnaðurinn til að búa til vefsíður er WordPress.

WordPress er svokallað vefumsjónarkerfi eða Content Management System (CMS) á ensku. Þetta er hugbúnaður sem heldur utan um gögnin þín og lætur síðuna líta vel út.

WordPress er notað á flestum bloggum í heiminum, en einnig er hægt að hanna alls konar vefsíður með því að nota það.

Mörg stór fyrirtæki, tímarit og fréttasíður nota WordPress til að halda utan um sínar vefsíður.

Eftir að þú kaupir vefhýsingu hjá Siteground þá er mjög einfalt að installa WordPress með því að ýta á nokkra takka.

Þegar WordPress er komið inn á síðuna geturðu skrifað greinar með einföldu viðmóti sem er jafnvel auðveldara að nota en Microsoft Word.

Þú þarft ekki að kunna neina forritun til að nota WordPress. Það er einfalt í notkun og allir með grunn tölvukunnáttu eru fljótir að ná tökum á því.

Einnig er WordPress alveg frítt.

Themes

Með WordPress er hægt að installa svokölluðum Themes, sem eru pakkar sem geta breytt öllu útliti og uppbyggingu á síðunni á nokkrum sekúndum. Það eru mörg þúsund mismunandi themes í boði og flest þeirra eru frí.

Plugins

Einnig er hægt að installa svokölluðum Plugins, sem eru eins og lítill forrit sem keyra í bakgrunninum á vefsíðunni og geta gert alls konar hluti.

Mjög mikið er til af fríum Themes og Plugins, sem þú getur fundið inni í WordPress eftir að þú installar því.