Hvernig á að installa WordPress

Maður að installa WordPress

Í seinustu grein útskýrði ég hvernig á að kaupa lén og vefhýsingu.

Nú geri ég ráð fyrir að þú hafir fengið tölvupóst frá SiteGround með notendanafni og lykilorði til að logga þig inn.

Fylgdu þessum einföldu skrefum næst til að installa WordPress:

  1. Farðu á heimasíðu SiteGround og ýttu á Login takkann.
  2. Sláðu inn notendanafn og lykilorð og ýttu á „Sign In.“
  3. Nú ættirðu að fá popup sem segir „Set up your new hosting account.“
  4. Hakaðu við „Start a new website.“
  5. Veldu WordPress.
  6. Settu inn netfangið þitt, notendanafn og lykilorðið sem þú vilt nota til að logga þig inn á WordPress stjórnborðið.
  7. Ýttu á „Confirm.“
  8. Í næsta glugga, hakaðu við að þú hafir lesið Terms of Service og ýttu svo á „Complete Setup.“
  9. Ýttu næst á „Proceed to customer area.“
Leiðbeiningar til að installa WordPress hjá SiteGround
Mynd frá SiteGround

Nú mæli ég með að þú skoðir þig um í stjórnborðinu hjá SiteGround og lærir aðeins á það.

Þú getur alltaf ýtt á „Support“ til að fá hjálp, annað hvort með því að lesa leiðbeiningarnar eða hafa beint samband við starfsfólk SiteGround.

Næst muntu geta kíkt á síðuna þína með því að slá nafnið inn í browserinn þinn. Athugaðu að það getur stundum tekið tíma fyrir hana að sjást, allt að 1-2 sólarhringa ef þú keyptir lénið mjög nýlega.

Svo ferðu á „yourwebsite.com/wp-admin“ til að logga þig inn á WordPress. Að sjálfsögðu breytirðu [yourwebsite.com] í þitt eigið lén.