Að kaupa lén og vefhýsingu

Hugmynd um vefhýsingu

Í þessari grein ætla ég að tala um mikilvægt skref til að koma vefsíðu í gang, að kaupa lén (e. domain) og vefhýsingu (e. web hosting).

Til þess að athuga hvort að lén sé laust mæli ég með þessari síðu (ekki kaupa lénið þar samt): NameCheap.

Næsta skref er að kaupa lénið og vefhýsinguna. Til að gera það mæli ég sterklega með þessu fyrirtæki sem heitir Siteground.

Kostir þess að vera með hýsingu hjá Siteground:

 • Mjög ódýr vefhýsing.
 • Auðvelt að installa WordPress.
 • Hraðvirkir netþjónar.
 • 99.99% upptími, þannig að síðan er alltaf opin.
 • Mjög góð þjónusta 24/7, allt árið, með netspjalli eða síma.

Ef þú ætlar að vera með íslenska vefsíðu af einhverjum ástæðum (sem ég mæli ekki með) þá hef ég agætis reynslu af 1984.is, sem er íslenskt vefhýsingarfyrirtæki.

Ferlið er mjög einfalt

Hér eru 10 einföld skref til að kaupa lénið og vefhýsinguna.

 1. Farðu inn á þessa síðu hjá Siteground.
 2. Veldu pakka (StartUp eða GrowBig) og ýttu á „Get Plan“. Ef þú vilt hafa fleiri en eina síðu er GrowBig pakkinn betri, annars mæli ég með StartUp.
 3. Hakaðu við „Register a new domain“ til að kaupa lén.
 4. Skráðu inn nafnið á léninu og hakaðu við „Domain Registration.“
 5. Ýttu á „Proceed“.
 6. Fylltu inn nafn, netfang, heimilisfang og greiðsluupplýsingar.
 7. Undir „Hosting Services“, ýttu á hringinn hliðina á Data Center eða Amsterdam (NL) og veldu þar Chicago (USA) — þetta er best ef síðan þín er á ensku.
 8. Ekki haka við Domain Privacy eða SG Site Scanner.
 9. Hakaðu við Terms of Use og Privacy Policy neðst.
 10. Ýttu á „Pay Now.“

Til hamingju! Núna ertu búin að eignast lén og vefhýsingu. Þú munt fá tölvupóst frá Siteground með upplýsingum um hvernig þú átt að logga þig inn.

Þegar þessu er lokið er næsta skref að installa WordPress svo þú getir hafist handa við að hanna og byggja upp vefsíðuna. Ég mun fjalla um það í næstu grein.

P.S. Að skrá lén í eitt ár kostar 14 evrur. Vefhýsing í eitt ár kostar um 47 evrur með StartUp pakkanum.