Vefsíðugerð: 3 einföld skref til að búa til vefsíðu

Vefsíðugerð

Á þessari síðu finnurðu einfaldar leiðbeiningar til að búa til þína eigin vefsíðu.

Ef þú ert nú þegar með nafn og efni í huga fyrir síðuna geturðu farið beint í skref 2-3 og auðveldlega klárað þau á innan við 10 mínútum.

Hér eru 3 einföld skref til að búa til vefsíðu.

1. Velja nafn á síðunni og ákveða hvað hún á að fjalla um

Þú þarft að ákveða um hvað síðan þín á að vera. Eftir það velurðu nafn fyrir síðuna, eða svokallað lén.

Lén (e. domain) er eins og heimilisfang fyrir síðuna þína, það sem fólk slær inn í tölvuna til að finna síðuna. T.d. er lénið fyrir þessa síðu noboss.is.

Mikilvægt er að lénið á síðunni sé lýsandi fyrir það efni sem síðan fjallar um.

T.d. ef þú ætlar að skrifa um bíla er gagnlegt að hafa „cars“ eða „auto“ í léninu, eins og fastcars.com eða autodriver.com.

Þú getur skrifað niður nokkrar hugmyndir, svo geturðu prófað að setja lénið inn í leitarvélina hjá NameCheap til að sjá hvort að það sé laust.

Ef þú ætlar að byggja vefsíðu fljótlega þá mæli ég með að skrá lénið hjá sama fyrirtæki og þú kaupir vefhýsinguna, sem er næsta skref.

2. Kaupa lén og vefhýsingu

Einfaldast er fyrir þig að skrá lénið og kaupa vefhýsinguna á sama tíma.

Sjálfur mæli ég með að gera þetta í gegnum fyrirtæki sem heitir Siteground (en ef þú ert lengra kominn og þarft enn öflugri síðu er betra að nota Kinsta).

Þú ferð á síðuna hjá Siteground og ferð í gegnum þrjú skref:

  1. Choose Plan: Hér velurðu áskriftarleiðina fyrir vefhýsinguna. Sjálfur mæli ég með StartUp pakkanum fyrir byrjendur.
  2. Choose Domain: Hér skrifarðu inn nafnið/lénið sem þú fannst áður.
  3. Review and complete: Hér býrðu til notanda, lykilorð, greiðsluupplýsingar o.fl. Passaðu að breyta data center í „Chicago (USA)“ ef síðan þín á að vera á ensku og fyrir alþjóðamarkað.

Þegar þessu er lokið ertu komin með lén og server til að hýsa vefsíðuna þína og gera hana aðgengilega um allan heim.

Næsta skref er að installa WordPress á síðuna þína, sem er besti hugbúnaðurinn sem er í boði til að byggja vefsíður.

Athugaðu: Ef síðan þín á að vera á íslensku og hafa .is lén mæli ég með að kaupa lénið og hýsinguna frá 1984.is. Það er best að hafa síðuna nálægt lesandanum.

3. Setja upp WordPress

WordPress er besti hugbúnaðurinn til að halda utan um vefsíður. Það er líka alveg frítt.

Það gæti ekki verið einfaldara að setja upp WordPress hjá Siteground — eftir að þú loggar þig inn í fyrsta skipti geturðu valið að installa WordPress í nokkrum einföldum skrefum.

Til hamingju! Nú hefurðu eignast þína eigin vefsíðu 🙂