WordPress vefsíðugerð í 5 einföldum skrefum

Skalanleg vefhönnun

Nú hef ég talað um hvernig á að stofna og setja upp WordPress vefsíðu.

Hér ætla ég að rifja þetta allt saman upp í stuttu máli, með linka á hinar greinarnar.

Ef þú hefur áhuga á þessu þá mæli ég með að þú hefjist handa sem fyrst. Það ætti ekki að taka meira en klukkutíma að gera þetta allt.

1. Að ákveða viðfangsefni og nafn

Fyrsta skref í vefsíðugerð er að ákveða viðfangsefni og nafn fyrir síðuna.

Ef þú ert að lesa þetta ertu líklega nú þegar með eitthvað í huga. Þú getur farið á Namecheap til að athuga hvort að lénið sé laust.

Þú slærð inn „nafniðþitt.com“ (án gæsalappa) í NameCheap leitarvélina og athugar hvað kemur. Ef það stendur að nafnið sé laust geturðu farið yfir í næsta skref.

Til að lesa meira um þetta skref þá útskýri ég í þessari grein hvernig á að velja viðfangsefni og mikilvægi þess að finna flott og lýsandi nafn.

Ítarleg grein: Að velja umfjöllunarefni og nafn fyrir síðuna þína

2. Að kaupa lén og vefhýsingu

Næsta skref er að kaupa lén og vefhýsingu fyrir síðuna. Þá ferðu á síðuna hjá Siteground og velur annað hvort „StartUp“ eða „GrowBig“ pakkann.

Þessi vefhýsing er mjög öflug og einföld í notkun, auk þess sem þjónusta við viðskiptavini er alveg frábær þar sem þú getur farið í netspjall við þá allan sólarhringinn, allt árið.

Einnig er Siteground vefhýsing mjög ódýr. Það kostar um 61 evru á ári að skrá lén og hýsa síðu á StartUp pakkanum. Á gengi dagsins er það u.þ.b. 8 þúsund kall fyrir heilt ár, eða um 700 krónur á mánuði.

Það segir sig nokkurn veginn sjálf hvernig þú ferð að því að skrá lénið og kaupa vefhýsinguna hjá Siteground, en ég útskýri það enn betur hér.

Ítarleg grein: Að kaupa lén og vefhýsingu

3. Að installa WordPress

Það er mjög einfalt að installa WordPress á vefhýsinguna hjá Siteground.

Eftir að þú kaupir lénið og vefhýsinguna færðu tölvupóst frá þeim með notendanafni og lykilorði.

Þegar þú loggar þig inn færðu popup sem segir „Set up your new hosting account“ og þú velur þá „Start a new website“ og fylgir næstu skrefum.

Mundu að skrifa niður notendanafnið og lykilorðið fyrir WordPress síðuna þína. Það er ekki það sama og fyrir vefhýsinguna sjálfa.

Eftir að búið er að installa WordPress þá ferðu á „síðanþín.com/wp-admin/“ til að logga þig inn og komast inn á stjórnborð vefsíðunnar.

Ef þú lendir í einhverjum vandræðum, ýttu þá á „Support“ hjá Siteground til að komast í beint samband við þjónustuaðila.

Ítarleg grein: Hvernig á að installa WordPress

4. Að installa Theme á vefsíðuna

WordPress theme er eitthvað sem þú getur sett inn á síðuna sem breytir útliti og virkni síðunnar.

Theme getur breytt bakgrunni, litum, útliti á texta, forsíðu, myndum og mörgu fleiru. Hægt er að installa theme sem hentar vel fyrir matarblogg, fasteignasala, lögfræðinga og vefsíður sem selja vörur.

Til þess að installa theme ferðu inn á stjórnborð WordPress síðunnar (síðanþín.com/wp-admin/) og ýtir á „Apperance“ til vinstri og síðan á „Themes“ og svo „Add New“. Öll theme sem þú finnur þarna eru ókeypis.

Flest theme eru frí, en sum kosta pening. Ég mæli með að prófa theme sem heitir Generatepress. Þú getur sótt fríu útgáfuna af því í gegnum WordPress.

Ítarleg grein: Að installa Theme á WordPress síðuna

5. Að installa Plugins

Næsta skref er að installa plugins, sem eru soldið eins og smáforrit á snjallsíma.

Plugins gefa síðunni þinni einhverja ákveðna virkni, eins og að gera síðuna aðgengilegri fyrir leitarvélar, breyta commentakerfinu, setja inn einhverja kóða, gera síðuna hraðvirkari og margt fleira.

Til að installa plugin ferðu inn á stjórnborðið í WordPress, ýtir á „Plugins“ vinstra megin og svo á „Add New.“

Ég mæli sérstaklega með að ná í plugin sem heitir Yoast SEO, það hjálpar þér að gera síðuna þína betri í að fá traffík frá leitarvélum. Þú getur fundið það með því að setja það inn í leitarboxið fyrir plugins í WordPress stjórnborðinu.

Ítarleg grein: Að installa plugins fyrir WordPress

Eftir hverju ertu að bíða?

Ég mæli með að þú byrjir á þessu sem allra fyrst. Það er engin ástæða til að fresta þessu, í versta falli geturðu auðveldlega byrjað upp á nýtt á sömu vefhýsingu.

Að setja síðuna upp tekur í mesta lagi klukkutíma. Eftir það geturðu snúið þér að næstu skrefum, sem eru að skrifa greinar, fá traffík, setja inn auglýsingar o.fl.